Hoppa yfir valmynd
30. maí 2019

Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull

Sýning á verkum ljósmyndarans Ragnars Axelssonar, Jökull, opnaði þann 22. maí í sýningarrými sendiráðs Íslands í Washington. Í tilefni þess og til að fagna formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu var efnt til fjölmenns opnunarhófs og ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum.

Heiðursgestir kvöldsins voru Einar Gunnarsson sendiherra málefna norðurslóða og ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Geir H. Haarde sendiherra flutti opnunarávarp og Einar Gunnarsson hélt ræðu um um áherslumál Íslands á norðurslóðum og um formennskuáætlun Íslands undir heitinu “Saman til sjálfbærni á norðurslóðum”. Þá hélt Ragnar Axelson erindi um verk sýningarinnar, um störf sín á norðurslóðum og sýndi myndir og myndbönd frá norðurslóðum.

Sýningin Jökull er óður til jökla á Íslandi. Ragnar ólst upp í grennd við jökla og hefur flogið vél sinni í ótal skipti yfir hjarnbreiður þeirra. Nær því óhlutdrægar svart-hvítar myndir opna okkur sýn yfir form, áferð og mynstur jökla eins og þau birtast á flugi sem hefst ofar skýjum og lýkur við sjávarmál. Sýning verður opin almenningi um helgar í húsnæði sendirásðins fram til 11. ágúst 2019. Þá verður sýningin sett upp í National Nordic Museum í Seattle í tengslum við norðurslóðadaga í safninu.

Norðurslóðaþemanu í Washington lauk með ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum á fimmtudeginum 23. maí í sendiráðinu.

Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu, efnahagshvatar og fjárfestingar á norðurslóðum voru aðalefni ráðstefnunnar, sem bar yfirskrifstina Doing Business in the Arctic. Ráðstefnan, sem er fyrsti viðburðurinn sem tengist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, var skipulögð af Íslensk-ameríska viðskiptaráðinu í Bandaríkjunum, sendiráði Íslands í Washington, Efnahagsráði norðurslóða og Wilson Center’s Polar Institute í Washington. Þátttakendur voru bæði úr einkageiranum og opinbera geiranum frá Bandaríkjunum, Íslandi, Grænlandi og Finnlandi

Fundarstjóri var Jón Sigurðsson forstjóri Össurar og stjórnarformaður Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins. Meðal ræðumanna var utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hélt ræðu um formennskuáætlun Íslands og tók þátt í pallborðsumræðum um fjárfestingar norðurslóðum. 

  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 1
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 2
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 3
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 4
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 5
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 6
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 7
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 8
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 9
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 10
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 11
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 12
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 13
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 14
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 15
  • Norðurslóðadagar í sendiráði Íslands í Washington og opnun sýningarinnar Jökull - mynd úr myndasafni númer 16

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum