Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. júní 2019 Sendiráð Íslands í París

Efnahagsskýrsla OECD um Ísland

Ísland var í gær tekið fyrir í Economic Development and Review Committee hjá OECD.  Slík fyrirtaka er á tveggja ára fresti og er þar rædd efnahagsskýrsla OECD um Ísland.  Frá Íslandi sátu fundinn fulltrúar Fjármálaráðuneytisins, Seðlabankans og Menntamálaráðuneytisins, en fjallað var um hæfni (e. Skills) í sérstökum kafla skýrslunnar. Fulltrúar aðildarríkjanna rýndu síðan skýrsluna og komu með fjölmargar góðar athugasemdir um efni hennar en eitt sterkasta verkfæri OECD er einmitt þessi jafningjarýni aðildarríkja, þar sem sérfræðingar skiptast opinskátt á skoðunum um bestu leiðir til betri árangurs í ríkisrekstri.  Efnahagsskýrslan kemur út í september.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira