Hoppa yfir valmynd
21. júní 2019

Sendiráð Íslands tekur þátt í gleðigöngu Washington DC ásamt sendiráðum hinna Norðurlandanna

Sendiráð Íslands tók þátt í gleðigöngu “DC Pride Parade” laugardaginn 8. júní í samfloti með sendiráðum Norðurlandanna í borginni.

Er þetta fjórða árið í röð sem Norðurlöndin ganga saman í gleðigöngunni í sérsmiðuðu Víkingaskipi til stuðnings jafnréttisbaráttu LGBTI+ fólks og til að vekja athygli á mikilvægi þess að réttindi hinsegin fólks séu tryggð á heimsvísu. Yfir 400.000 manns söfnuðust saman í miðborg Washington til að fylgjast með göngunni og ríkti sannkölluð gleði í borginni.

Sem liður í þessari herferð tóku sendiráð Norðurlandanna þátt í svo kölluðu Twitter Town Hall í samstarfi við samtökin Human Rights Campaign. Þar svöruðu sendiherrar landanna spurningum frá starfsmönnum samtakanna og frá almenningi m.a. um stöðu jafnréttisbaráttu LGBTQI+ fólks á Norðurlöndunum. Náði þessi viðburður til 64 milljóna notanda Twitter. Samantekt á viðburðinum má finna hér.

  • Sendiráð Íslands tekur þátt í gleðigöngu Washington DC ásamt sendiráðum hinna Norðurlandanna - mynd úr myndasafni númer 1
  • Sendiráð Íslands tekur þátt í gleðigöngu Washington DC ásamt sendiráðum hinna Norðurlandanna - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum