Hoppa yfir valmynd
25. júní 2019

Norræn jazzhátíð í Washington DC

Laugardaginn 22. júní var jazzhátíðin Nordic Jazz haldin í þrettánda skipti í Washington DC. Bassaleikarinn og tónskáldið Sigmar Þór Matthíasson með kvartett sínum var fulltrúi Íslands á hátíðinni.

Nordic Jazz er samstarfsverkefni sendiráða Norðurlandanna í Washington. Að þessu sinni var hátíðin haldin í garði danska sendiráðsins og yfir daginn komu fram tónlistarmenn frá öllum Norðurlöndunum. Uppselt var á viðburðinn sem stóð í fimm klukkutíma. Boðið var upp á þétta dagskrá af lifandi jazz-tónlistarflutningi og veitingar frá Norðurlöndunum. Veðrið var með besta móti sem gerði daginn enn ánægjulegri.

Sigmar Þór Matthíasson spilaði verk af fyrstu sóló plötu sinni, ÁRÓRA, sem kom út í September 2018 og hlaut tvennar tilnefningar til Íslensku Tónlistaverðlaunanna í flokki jazz- og blústónlistar.

  • Norræn jazzhátíð í Washington DC - mynd úr myndasafni númer 1
  • Norræn jazzhátíð í Washington DC - mynd úr myndasafni númer 2
  • Norræn jazzhátíð í Washington DC - mynd úr myndasafni númer 3
  • Norræn jazzhátíð í Washington DC - mynd úr myndasafni númer 4

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum