Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2019

Árleg öryggismálaráðstefna ÖSE, 25.-27. júní 2019, Hofburg Vín.

Ísland lýsti stuðningi við viðræður um takmörkun vígbúnaðar (Structured Dialogue) á árlegri öryggismálaráðstefna ÖSE (Annual Security Review Conference - ASRC) 25. – 27. júní 2019. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra fyrir afvopnunarmál, sagði einnig að huga þyrfti að aðgerðum, til að koma í veg fyrir hernaðarleg atvik a hafi úti og takast yrði á við nýjar öryggisógnir.

Ræða 1 Þórðar Ægis Óskarssonar sendiherra

Í umræðum um takmarkanir á hefðbundnum vígbúnaði (Conventional Arms Control - CAC) og aðgerðir til að auka traust og öryggi (Confidence and Security Building Measures - CSBMs), hvatti Þórður Ægir til átaks í afvopnunarmálum, hvort tveggja hvað hefðbundinn vígbúnað varðaði og gereyðingarvopn. Þörf væri á að styrkja getu ÖSE, m. a. með endurskoðun Vínarskjalsins og styrkingu OST og virkjun CFE. Einnig vísaði hann til aðgerða ÖSE í því að hefta útbreyðslu smá- og léttvopna (SALW).

Ræða 2 Þórðar Ægis Óskarssonar sendiherra

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum