Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2019

Tvíhliða samráð Íslands og Bretlands

Í gær fór fram í London reglubundið tvíhliða samráð íslenskra og breskra
stjórnvalda um alþjóða- og öryggismál. Meðal þess sem rætt var voru málefni
norðurslóða, sér í lagi formennska Íslands í Norðurskautsráðinu,
netöryggi, loftslagsmál og mannréttindi og hvernig megi enn frekar styrkja
gott samstarf ríkjanna. Þá bar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu
á góma en víðtækt samráð og undirbúningsvinna þar að lútandi er í
föstum skorðum.

Bretland er meðal nánustu samstarfsþjóða Íslands og er ríkur vilji beggja
ríkja að tryggja áframhaldandi góð samskipti eftir Brexit. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum