Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2019

Nýr sendiherra Íslands í Noregi tekur til starfa

Nýr sendiherra Íslands í Osló, Ingibjörg Davíðsdóttir, tók til starfa í sendiráðinu um nýliðin mánaðarmót. Ingibjörg starfaði áður á árabilinu 2018-2019 við að leiða framboð Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO. Hún var ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum 2015–2018. Þá leiddi Ingibjörg um árabil störf utanríkisráðuneytisins í mannréttinda- og jafnréttismálum og hefur starfað á sendiskrifstofum Íslands í London, Vín og Genf - en hún hóf störf í utanríkisþjónustunni árið 1999. Ingibjörg mun í lok ágústmánaðar afhenda Haraldi Noregskonungi trúnaðarbréf sitt. Við bjóðum Ingibjörgu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum