Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2019

Ræðismaður Íslands í Hirtshals, Niels Jensen látinn

Niels Jensen, útgerðarmaður og heiðursræðismaður Íslands í Hirtshals lést 21. ágúst sl., 76 ára gamall.

Niels Jensen var skipaður vararæðismaður Íslands í Hirtshals 1974 og síðan ræðismaður árið 1997. Hann gegndi störfum sínum fyrir Ísland hönd af mikilli prýði og er minnst af fjölmörgum með hlýjum hug fyrir veitt liðsinni og hjálpsemi á undaförnum áratugum. Niels var sá ræðismaður sem hafði starfað lengst fyrir Íslands hönd hér í Danmörku og var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 1997.

Sendiráðið þakkar Niels Jensen fyrir samfylgdina og óeigingjarnt starf fyrir Íslands hönd og vottar ekkju hans, Susanne Fibiger, og fjölskyldu sína dýpstu samúð.

Útför Niels Jensen fer fram í Hirtshals Kirke nk. þriðjudag.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum