Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. ágúst 2019 Sendiráð Íslands í Brussel

Fella niður tímatakmarkanir á leigu á flugvélum með áhöfn

Í dag var undirritaður í Brussel milliríkjasamningur Íslands, Noregs, Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem ber enska heitið ,,Agreement with respect to Time Limitations on Arrangements for the Provision of Aircraft with Crew“. Samningurinn kveður á um að aðilar séu sammála um að fella niður tímatakmarkanir sem í gildi hafa verið hvað varðar leigu á flugvélum með áhöfn. Gunnar Pálsson sendiherra undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd, en undirritunin fór fram við hátíðlega athöfn í Justus Lipsius byggingunni við Schuman torg. Á myndinni eru talið frá vinstri Erik Nestås Mathisen frá sendiráði Noregs, Gunnar Pálsson, Terri L. Robl og David E. Short, bæði frá bandarískum samgönguyfirvöldum, Marja Rislakki sendiherra og fastafulltrúi Finnlands gagnvart ESB, en Finnar gegna nú formennsku í ráði ESB og loks Carlos Bermejo Acosta frá stjórnarsviði samgöngu og flutningamála ESB. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira