Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. september 2019 Sendiráð Íslands í Stokkhólmi

Sendiherra heimsækir Värmland

Íslandsdagurinn á safninu var vel sóttur - mynd

Sendiherra Íslands, Estrid Brekkan, heimsótti Värmland nýverið. Sendiherran var í Västanå Teater þar sem Eddukvæðin voru sett upp eftir leikgerð hins norska Jon Fosse og í leikstjórn Leif Stinnerbom.

Í sambandi við uppsetningu Eddukvæða var haldinn Íslandsdagur í Värmlands safninu, þar sem sendiherran hélt fyrirlestur um Ísland. Eftir það ræddu Lars Lönnroth, prófessor emeritus í bókmenntafræði við Gautaborgsháskóla og leikstjórinn Leif Stinnerbom, um Eddukvæðin. Það voru hátt í 200 manns sem sóttu viðburðinn og komust færri að en vildu.

Dagurinn endaði á kvöldverði hjá Johan Blom, settum landshöfðingja í Värmland, þar sem sendiherran fékk tækifæri til að kynnast framafólki í Värmland á sviði stjórnmála og menningar.

Sendiráð Íslands vill nýta tækifærið til að þakka Madeleine Ströjer Wilken, kjörræðismanni Íslands í Karlstad, fyrir vel skipulagða dagskrá!

  • Värmlands safnið

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira