Hoppa yfir valmynd
9. september 2019

Jafnréttisráðstefna sem haldin verður á Íslandi síðla hausts undirbúin í höfuðstöðvum Uppbyggingarsjóðs EES

Frá hægri: Steinar Ingi Matthíasson og Tamas Polgar (báðir hjá Financial Mechanism Office), Kristín A. Árnadóttir (heimasendiherra og sérstakur erindreki á sviði jafnréttismála), Þóra Magnúsdóttir og Anna Pála Sverrisdóttir (báðar frá sendiráði Íslands). - mynd

Utanríkisráðuneytið efnir til ráðstefnu sem ber heitið Jafnrétti til útflutnings í Hellisheiðarvirkjun og Veröld – Húsi Vigdísar 31. október og 1. nóvember nk. Kynnt verður hvað íslensk samtök og stofnanir hafa upp á að bjóða, þ.e. hvaða leiðir hafa verið farnar og hvaða aðferðir þróaðar sem skilað hafa árangri í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Jafnframt er ætlunin að um verði að ræða einhvers konar markaðstorg þar sem komið verður á samböndum sem leiða til samstarfsverkefna milli íslenskra aðila og aðila innan þeirra 15 ríkja sem falla undir Uppbyggingarsjóð EES. Ríkin 15 eru Búlgaría, Eistland, Grikkland, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvenía, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland. Noregur og Portúgal standa að ráðstefnunni með utanríkisráðuneytinu.

Ráðstefnan hefur verið kynnt lykilfólki í þeim 15 ríkjum sem um ræðir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum