Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. september 2019 UtanríkisráðuneytiðSendiráð Íslands í Brussel

Afhenti trúnaðarbréf í San Marínó

Gunnar Pálsson afhendir þjóðhöfðingjum San Marínó trúnaðarbréfið - mynd
Gunnar Pálsson afhenti þann 12. september sl. þjóðhöfðingjum San Marínó trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur í Brussel. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í almannahöllinni Palazzo Pubblica. 
 
Að afhendingu lokinni átti sendiherrann stutt samtal við þjóðhöfðingjana tvo, þau Nicola Selva og Michele Muratori, ásamt utanríkisráðherra landsins, Nicola Renzi. Viðmælendur voru sammála um að nýta sameiginleg tækifæri, m.a. á sviði ferðaþjónustu, en einnig á vettvangi Evrópusamstarfs.
 
Þeir Gunnar og Renzi funduðu daginn áður í utanríkisráðuneyti San Marínó þar sem samskipti ríkjanna og sameiginlegar áherslur, ferðaþjónusta og Evrópusamvinna voru efst á baugi. Auk þess átti Gunnar fundi með embættismönnum landsins og viðskiptaráði. 
 
San Marínó er elsta lýðveldi veraldar, stofnað árið 301. Landsvæði þess er 61 ferkílómetri að flatarmáli, í Appenínafjöllum. Íbúar eru um 33 þúsund og opinbert tungumál ítalska, en San Marínó hefur náin stjórnmálaleg, félagsleg og efnahagsleg tengsl við Ítalíu. 
 
Viðskipti Íslands og San Marínó hafa hingað til verið hófleg, en Ísland hefur þó selt fiskafurðir þangað. Landið hefur verið framarlega á sviði fjármálaþjónustu og hefur verið lögð rík áhersla á að laða að erlenda fjárfestingu.
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira