Hoppa yfir valmynd
23. september 2019 Utanríkisráðuneytið

Afhenti Bandaríkjaforseta trúnaðarbréf

Bergdís Ellertsdóttir afhenti í nýliðinni viku Donald Trump forseta Bandaríkjanna trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Athöfnin fór fram á skrifstofu forsetans í Hvíta Húsinu mánudaginn 16. september.

Nú þegar trúnaðarbréf hefur verið afhent getur sendiherra formlega hafið störf við hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd í Bandaríkjunum.

Bergdís er jafnframt fyrsta konan til að gegna stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum