Hoppa yfir valmynd
21. október 2019

Forseti Íslands viðstaddur íslenska leiksýningu í Vínarborg.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sótti frumsýningu á leikverkinu Edda eftir Mikael Torfason undir leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar í Burgtheater í Vínarborg 19. október. Verkið byggir á norrænu goðafræðinni, eins og nafnið bendir til, en einnig á lífsreynslu höfundarins. Burgtheater í Vín er eitt virtasta leikhús í Evrópu og mun þetta vera í fyrsta sinn, sem íslenskt verk er sýnt þar.
 
Guðni Bragason, fastafulltrúi í Vínarborg, hélt hádegisverðarboð til heiðurs forseta daginn eftir frumsýninguna. Í ávarpi sínu sagði fastafulltrúi, m. a., að Mikael og Þorleifur ættu þakkir skyldar fyrir að færa nýrri kynslóð norræna sagnaarfinn, sem hefði auðgað evrópska menningu og mætti ekki falla í gleymsku.

 

Hádegisverður til heiðurs forseta í bústað fastafulltrúa: Boðið sátu m. a. Martin Kusej leikhússtjóri Burgtheater, Nadja Bernhard, fréttakona ORF-sjónvarpsstövarinnar,  aðstandendur sýningarinnar, þ. á m. Mikael Torfason rithöfundur, Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, Elma Stefánía Ágústsdóttir leikkona við Burgtheater og Karen Briem búningahönnuður.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira