Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2019 Utanríkisráðuneytið

Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins

Frá stofnfundi Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins - mynd
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti ávarp á stofnfundi Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins sem tók formlega til starfa í dag. Stofnfélagar eru rúmlega fjörutíu fyrirtæki sem starfa m.a. innan sjávarútvegs og sjávarútvegstækni, matvælaframleiðslu, nýsköpunar og ferðaþjónustu.

„Það er ánægjulegt að fyrirtækin taki höndum saman til að efla viðskiptin við Rússland sem eiga sér langa sögu. Fjölmörg sóknarfæri eru í Rússlandi fyrir íslensk fyrirtæki eins og við höfum séð á undanförnum mánuðum,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði mikilvægt að viðhalda góðum tengslum milli ríkjanna þrátt fyrir áframhaldandi viðskiptabann rússneskra yfirvalda gagnvart íslenskum útflytjendum. Þær aðgerðir séu í engu samræmi við aðgerðir vestrænna ríkja í kjölfar ólöglegrar framgöngu Rússa í Úkraínu.

Undirbúningshópur skipaður þeim Berglindi Ásgeirsdóttur, sendiherra Íslands í Rússlandi, Ara Edwald, Gunnþóri Ingvasyni og Tanyu Zharov hefur starfað að stofnun ráðsins frá áramótum auk Sigrúnar Lilju Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra allra alþjóðlegu viðskiptaráðanna sem eru hýst hjá Viðskiptaráði Íslands.

Í lok mánaðarins mun utanríkisráðherra leiða viðskiptasendinefnd til Moskvu í tengslum við opinbera heimsókn hans þangað. Áherslan þar verður bæði á að rækta viðskiptasambönd og líta til nýrra tækifæra í viðskiptum við Rússland.

Nánari upplýsingar um viðskiptasendinefndina, sem skipulögð er í samvinnu við Íslandsstofu, er að finna hér.
 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum