Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. nóvember 2019 Sendiráð Íslands í Stokkhólmi

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræddu málefni norðurslóða

Viðburðurinn í Nordiska Museet var vel sóttur.  - mynd

Þann 30 október síðastliðinn komu utanríkisráðherrar Norðurlandanna saman í Nordiska Museet í Stokkhólmi til að taka þátt í pallborðsumræðum um málefni norðurslóða.

Viðburðurinn var skipulagður af Nordiska Museet, í samstarfi við sænska utanríkisráðuneytið og sendiráð Norðurlandanna í Stokkhólmi, í tengslum við sýningu „Norðurskautið – á meðan ísinn bráðnar“. 

Ráðherrarnir ræddu m.a. um leiðir til þess að mæta þeim sérstöku áskorunum sem eru til staðar á norðurslóðum, t.d. hvað varðar loftslag, umhverfi, sjálfbæra efnahagsþróun og vaxandi áhuga á svæðinu. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra íslands, tók fyrstur til máls í umræðunum, en Ísland fer nú með formennsku í bæði Norðurskautsráðinu og forsæti í Norrænu ráðherranefndinni. Hann nefndi m.a. í ræðu sinni að áhugi fólks á málefnum norðurslóða, væri mikill og færi vaxandi dag frá degi. Norðurlöndin hefðu alla burði til að ganga á undan með góðu fordæmi með því að byggja ákvarðanir á þekkingu. Vinnuhópar Norðurskautsráðsins hafi um áratugaskeið byggt upp þekkingu á sjálfbærri þróun og umhverfisvernd sem nýst geti vel í uppbyggingu velferðasamfélaga. Reynsla Íslands sýni að það borgi sig margfalt að fylgja vísindalegri ráðgjöf í ákvarðanatöku. 

  • Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Guðlaugsson, tók fyrstur til máls.
  • Utanríkisráðherra Íslands, Danmerkur og Finnlands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira