Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. nóvember 2019 Heimasendiherrar

Almannadiplómatía er mikilvægt tæki í ímyndaruppbyggingu ríkja

Þórður Æ. Óskarsson sendiherra á ráðstefnunni City Nation Place Global. - mynd

Þórður Ægir Óskarsson heimasendiherra sótti ráðstefnuna City Nation Place Global Conference þann 7. nóvember síðastliðinn og flutti þar erindið, „Battle of the Indexes – Iceland and Nation Branding“ þar sem hann fjallaði um tengslin milli ímyndar ríkis (nation-branding) og almannadiplómatíu (public diplomacy).

Í erindinu sagði hann m.a. að almannadiplómatía væri í raun lykiltæki til að framfylgja ímyndarvinnu. Mikil breyting væri að verða á ímyndaruppbyggingu ríkja þar sem vægi gilda færi vaxandi í mati á ímyndarstöðu einstakra ríkja, sbr. jafnrétti og góðir stjórnarhættir. Nefndi Þórður í því sambandi hlutverk heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem væru í raun að verða árangursmælikvarðar, þegar kæmi að ímyndaruppbyggingu. Setti Þórður þetta í samhengi við nýja langtímastefnumótun varðandi íslenskan útflutning.

Tvö hundruð manns frá tæplega fjörutíu löndum, ásamt fulltrúum 84 heimsborga og bæja, tóku þátt í ráðstefnunni. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu hennar: City / Nation / Place

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira