Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2019

Sigríður Snævarr viðstödd opnun blómasýningar með norrænu ívafi í Singapúr

Sigríður Snævarr sendiherra er stödd í Singapúr ásamt íslenskri viðskiptasendinefnd. Með í för eru fimm íslensk fyrirtæki, Unimaze, Terra Capital, Azunaro, Meniga og Ankeri ásamt fulltrúum frá Íslandsstofu og Icelandic Startups.

Sigríður tók með sér jólatónlist frá Hallgrímskirkju skv. beiðni og var viðstödd formlega opnun á blómasýningu með norrænu þema í Gardens by the Bay á laugardaginn ásamt sendiherrum hinna Norðurlandanna. Um er að ræða sérstaka jólasýningu þar sem sendiherra Danmerkur í Singapúr, Dorthe Bech Vizard, annaðist listræna stjórnun. Í sýningunni er blómið jólastjarna í fyrirrúmi ásamt norrænum kennileitum í jólabúningi, þar á meðal Hallgrímskirkju. Þá hélt Ísland móttöku í Nordic Innovation House þann 11. nóvember og tók svo þátt í tækni og nýsköpunarráðstefnunni SFFxSwitch 2019 degi síðar. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira