Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2019

Íslensk nýsköpunarfyrirtæki heimsækja Shenzhen

Hluti íslensku sendinefndarinnar á China Hi-Tech Fair. - mynd

Sendiráðið skipulagði í samvinnu við Íslandsstofu og Icelandic Startups þátttöku íslenskra nýsköpunarfyrirtækja á tæknisýningunni China Hi-Tech Fair í Shenzhen dagana 13. – 17. nóvember sl. Sýningin var hluti af Asíureisu Íslandsstofu og fyrirtækja innan íslenska tæknigeirans þar sem Norræn nýsköpunarhús sem Ísland er aðili að í Singapúr og Hong Kong voru m.a. í brennidepli.

China Hi-Tech Fair er stærsta kaupstefna sem haldin er innan kínverska tæknigeirans ár hvert. 3.300 fyrirtæki frá fjörutíu löndum tóku þátt á sýningunni í ár og meðal þeirra voru þrjú íslensk fyrirtæki ásamt Íslandsstofu og Icelandic Startups. Íslenskum fyrirtækjum á sýningunni í ár stóð m.a. til boða þátttaka á viðskiptafundum með kínverskum fyrirtækjum og fjárfestum auk heimsókna í þekkt tæknifyrirtæki og nýsköpunarklasa á Shenzhen svæðinu. Þetta er í annað sinn sem íslensk fyrirtæki taka þátt á sýningunni sem haldin er í Shenzhen borg við ósa Perlufljótsins í Suður Kína.

Aukin áhersla hefur verið lögð á nýsköpunar- og tæknigeirann í viðskiptaþjónustu sendiráðsins undanfarin misseri samfara hraðri framþróun innan kínverskra tæknigeirans. Sífellt fleiri íslensk nýsköpunarfyrirtæki líta til Kína sem áhugaverðs markaðssvæðis og sendiráð Íslands í Peking er eftir sem áður boðið og búið til að veita áhugasömum aðilum aðstoð og upplýsingar um tækifæri sem þar kunna að leynast.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum