Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2019

Kristín A Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála stýrði málstofu á heimsþingi Women Political Leaders

Af málstofunni í Hörpu um konur, frið og öryggi. - mynd

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, stýrði ásamt Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands, málstofunni Women, Peace and Security agenda - A platform for transformative change í Hörpu sl. þriðjudag á heimsþingi alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders, Global Forum. Þátttakendur í málstofunni voru m.a. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) sem er umsjónaraðili Nordic Women's Mediators Network (NWM) á Íslandi. Einnig tóku til máls áhrifamiklir ræðumenn frá Finnlandi, Kósovó, Malaví, Nígeríu, Noregi og Íslandi.

Hluti af þátttakendum á heimsþinginu kom á hádegisverðarfund í ráðuneytinu sl. mánudag og hlýddi á kynningu Maríu Mjallar Jónsdóttur, deildarstjóra upplýsinga- og greiningardeildar, á utanríkisþjónustunni og áherslum Íslands í mannréttindaráðinu. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri, bauð gestina velkomna og Kristín A. Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, stýrði umræðum. U.þ.b. fjörutíu manns frá 25 þjóðum komu á kynninguna.

Upplýsingar um viðburðinn:

  • Þátttakendur af heimsþingi alþjóðasamtakanna Women Political Leaders, Global Forum í heimsókn í utanríkisráðuneytinu - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum