Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2019

Þátttaka sendinefndar Íslands á Slush í Helsinki 21.-22 nóvember 2019

Slush ráðstefnan var haldin í Helsinki 21. og 22. nóvember 2019. Í ár voru þátttakendur um 25.000 talsins en ráðstefnan hefur vaxið mjög hratt frá upphafi hennar árið 2009. Slush er orðin stærsti kynningaviðburður sprotafyrirtækja á Norðurlöndum og einn sá stærsti í heimi ef litið er til möguleika á beinum samskiptum milli sprotafyrirtækja og fjárfesta.

Íslenska sendinefndin samanstóð af 22 sprotafyrirtækjum, sem og fulltrúum frá Icelandic startups, Nýsköpunarmiðstöðinni, Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytinu, Auðna tæknitorgi, Origo, Evris, NSA Ventures, Crowberry Capital ,Brunnur Ventures, Frumtak Ventures, Iceland Ventures, Studio, Eyrir Invest, Dattacalabs og Origo.

Sendiráðið bauð til hádegisverðarmóttöku í samstarfi við Icelandic startups og Íslandsstofu til heiðurs íslensku sendinefndinni fyrir fjárfesta.  Aðal markmið viðburðarins var að kynna íslensku sendinefndina á Slush og tengja við mögulega fjárfesta og samstarfsaðila. Segja má að móttakan hafi gengið framar vonum hvað varði þátttöku, áhuga frá fjárfestum, fjölmiðlafólki, samstarfsaðilum og mögulegum viðskiptavinum.

Fumkvöðlafyrirtækin voru jafnframt með erindi á Slush, aðrir með viðburði, einhverjir tóku þátt í pallborðsumræðum og þrjú fyrirtæki voru með kynningarbás. Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Mussila hlaut Norrænu fræðslu- og tækniverðlaunin (Ed­Tech) sem voru afhent við hátíðalega athöfn í Helsinki  þann 20.nóvember. 

.   

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum