Hoppa yfir valmynd
5. desember 2019

Fyrrverandi forseti heimsækir Kína

Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar opnunarathöfn jarðhitaskóla í Peking. - mynd

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, heimsótti Kína á dögunum í tengslum við störf sín í þágu umhverfisverndar og málefna norðurslóða. Ólafur sótti þann 2. desember opnunarathöfn jarðhitaskóla sem starfræktur er í Peking með aðkomu Orkustofnunar, Íslenskra Orkurannsókna, Arctic Green Energy og Sinopec og heimsótti jarðhitaveitur sem íslensk fyrirtæki hafa byggt upp í Xiongan borg suður af Peking. Ólafur nýtti einnig tækifærið og kynnti hina árlegu ráðstefnu Arctic Circle sem fram fer í Reykjavík í október ár hvert og skipulagði sendiherra meðal annars hádegisverðarfund honum til heiðurs með Gao Feng, sérstökum erindreka Kína gagnvart norðurslóðum.

  • Fyrrverandi forseti heimsækir Kína - mynd úr myndasafni númer 1
  • Fyrrverandi forseti heimsækir Kína - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira