Hoppa yfir valmynd
5. desember 2019 Sendiráð Íslands í Peking

Fyrrverandi forseti heimsækir Kína

Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar opnunarathöfn jarðhitaskóla í Peking. - mynd

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, heimsótti Kína á dögunum í tengslum við störf sín í þágu umhverfisverndar og málefna norðurslóða. Ólafur sótti þann 2. desember opnunarathöfn jarðhitaskóla sem starfræktur er í Peking með aðkomu Orkustofnunar, Íslenskra Orkurannsókna, Arctic Green Energy og Sinopec og heimsótti jarðhitaveitur sem íslensk fyrirtæki hafa byggt upp í Xiongan borg suður af Peking. Ólafur nýtti einnig tækifærið og kynnti hina árlegu ráðstefnu Arctic Circle sem fram fer í Reykjavík í október ár hvert og skipulagði sendiherra meðal annars hádegisverðarfund honum til heiðurs með Gao Feng, sérstökum erindreka Kína gagnvart norðurslóðum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira