Hoppa yfir valmynd
10. desember 2019

Sendiherra heimsækir Wuhan

Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra ávarpar ferðamálakaupstefnu í Wuhan borg. - mynd

Sendiherra ávarpaði á dögunum ferðamálakaupstefnu í Wuhan borg í Hubei héraði þar sem Íslandi var boðið að vera með sérstakan kynningarbás. Sýningin var vel sótt og vakti Íslandsskálinn verðskuldaða athygli. Sendiherra nýtti ferðina einnig til fundarhalda með borgaryfirvöldum á svæðinu og landkynningarfunda með fjölmiðlum. Ellefu milljón manns búa í Wuhan sem staðsett er í Mið-Kína en borgin hefur átt í áralöngu vinabæjarsambandi við Kópavogsbæ. Ísland opnaði fyrr á þessu ári umsóknarmiðstöð fyrir vegabréfsáritanir í Wuhan borg og í skoðun er fýsileiki á beinu flugi milli Wuhan og Keflavíkur með viðkomu í Helsinki.

  • Sendiherra heimsækir Wuhan - mynd úr myndasafni númer 1
  • Sendiherra heimsækir Wuhan - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira