Hoppa yfir valmynd
12. desember 2019

Viðtal við utanríkisráðherra í viðhafnarriti Pheonix TV

Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra ásamt Fu Xiaotian fréttakonu Pheonix TV. - mynd

Heimsókn utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs til Kína á síðasta ári vakti nokkra athygli fjölmiðla og gaf hann viðtöl við dagblöð, vefmiðla og sjónvarpsstöðvar.  Phoenix sjónvarpsstöðin sendi þekkta blaðakonu, Fu Xiaotian á vettvang til að taka viðtal við Guðlaug Þór, sem sent var út í röð viðtala hennar við þjóðarleiðtoga. Viðtalið er nú komið út í bók sem gefin var út og er utanríkisráðherra þar í félagsskap m.a. forseta Finnlands, forsætisráðherra Ítalíu, Króatíu,Armeníu. Írak og Japan, utanríkisráðherra Noregs, Ungverjalands, Sýrlands  og Mexíkó. Sendiherra var ásamt nokkrum öðrum  sendiherrum beðinn um að flytja ávarp i útgáfuhófi sem haldið var í vikunni.  

  • Viðtal við utanríkisráðherra í viðhafnarriti Pheonix TV - mynd úr myndasafni númer 1
  • Viðtal við utanríkisráðherra í viðhafnarriti Pheonix TV - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira