Hoppa yfir valmynd
13. desember 2019 UtanríkisráðuneytiðSendiráð Íslands í Genf

Mannréttindaráðið samþykkir tillögur Íslands um hagræðingu

Mannréttindaráðið samþykkir tillögur Íslands um hagræðingu - myndUN Photo/Jean-Marc Ferré

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt tillögu Íslands og Rúanda um sérstakt átak til hagræðingar í starfi þess. Slíkar ákvarðanir ráðsins eru lagðar fram af forseta ráðsins en Ísland og Rúanda hafa leitt samningaviðræður um slíka hagræðingu síðastliðið ár.

Tillögurnar eru afrakstur umfangsmikillar yfirferðar undanfarna mánuði á skipulagi ráðsins þar sem rætt var m.a. við fulltrúa flestra ríkja heims. Þær gera ráð fyrir breyttum vinnuaðferðum og skipulagi funda ráðsins sem mun leiða til u.þ.b. tólf prósent fækkun funda án þess að draga úr skilvirkni ráðsins. Er um að ræða mestu breytingar á starfi ráðsins um árabil.

„Sameinuðu þjóðirnar standa frammi fyrir umtalsverðum lausafjárvanda og því mikilvægt að allt starf þess sé sem hagkvæmast, þó með það að markmiði að mikilvægt starf ráðsins verði fyrir sem minnstum áhrifum“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, „Ísland heldur áfram að beita sér fyrir sterku mannréttindaráði sem geti haft jákvæð áhrif á mannréttindaástandið í heiminum“.

Er þetta eitt af síðustu verkum Íslands sem kjörins fulltrúa í mannréttindaráðinu en eitt af markmiðum Íslands á meðan setunni þar stóð var að tryggja að áframhaldandi sterkt starf mannréttindaráðsins, m.a. með því að treysta rekstrargrundvöll þess með hagræðingu í starfinu.

 
  • Fastafulltrúi Íslands og varaforseti ráðsins, Harald Aspelund, fer yfir tillögurnar og viðbrögð ríkja með forseta ráðsins og stjórn þess

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira