Hoppa yfir valmynd
20. desember 2019

Martin sæmdur stórriddarakrossi þýska sambandslýðveldisins

Martin Eyjólfsson, skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og fyrrverandi sendiherra Íslands í Berlín, var í gær sæmdur stórriddarakrossi þýska sambandslýðveldisins. Það var Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi, sem sæmdi Martin viðurkenningunni. 

Martin Eyjólfsson var skipaður sendiherra Íslands í Berlín árið 2016 og gegndi því embætti þar til í ágúst á þessu ári en á þeim tíma gekkst sendiráðið fyrir margvíslegum viðburðum, ekki síst á menningarsviðinu. Auk þess er skemmst að minnast vel heppnaðra heimsókna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, hingað til lands í sumar en sendiráðið í Berlín átti ríkan þátt í skipulagningu þeirra. 

Riddararkossinn (þ. Großes Verdienstkreuz) er æðsta viðurkennning þýska sambandslýðveldisins en hún er veitt bæði þýskum og erlendum ríkisborgurum fyrir framlag til stjórnmálalegrar, menningalegrar eða efnahagslegrar uppbyggingar Þýskalands. Fáum Íslendingum hefur hlotnast þessi heiður hingað til. 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum