Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2020

Sendiráðið sækir viðskiptaráðstefnu í Harbin

Staðgengill sendiherra í Peking Sveinn K. Einarsson ásamt Lu Yong, framkvæmdastjóra Marel í Kína. - mynd

Staðgengill sendiherra Íslands í Peking, Sveinn K. Einarsson, sótti dagana 5.-6. janúar árlegt viðskiptaþing Harbin borgar í norður Kína, sem haldið er samhliða alþjóðlegri vetrarhátíð sem fram fer í borginni ár hvert. Íslenskum fyrirtækjum stóð til boða að sækja ráðstefnuna og tengda viðburði og var Marel á meðal þátttakenda.

Heimsóknin var nýtt til fundarhalda með fulltrúum borgarstjórnar og utanríkismálaskrifstofu Harbin borgar auk þess sem fyrirtækjum stóð til boða að kynna sér viðskipta- og fjárfestingatækifæri á svæðinu og funda með atvinnulífi borgarinnar. Marel þjónustar nú þegar matvælaframleiðendur í nágrenni Harbin borgar en mikill vöxtur hefur verið innan matvælageirans á svæðinu líkt og annars staðar í Kína undanfarin ár.

Harbin er efnahags- og stjórnsýslumiðstöð Heilongjiang héraðs í norður Kína og telur rúmlega tíu milljónir íbúa.

  • Sendiráðið sækir viðskiptaráðstefnu í Harbin - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira