Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2020 Utanríkisráðuneytið

Stigmögnun ástandsins í Írak og Íran á meðal umræðuefna á fundi norrænna varnarmálaráðherra

Stigmögnun ástandsins í Írak og Íran á meðal umræðuefna á fundi norrænna varnarmálaráðherra - myndJohannes Jansson/norden.org

Þann 15. janúar sl. tók Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu þátt í fjarfundi norrænu varnarmálaráðherranna í fjarveru utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Varnarmálaráðherrarnir hittast tvisvar á ári á vettvangi NORDEFCO sem er lykilsamstarfsvettvangur Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum.

Stigmögnun ástandsins í Írak og Íran var meðal umræðuefna og var mikil samstaða um að nauðsynlegt væri að tryggja öryggi alþjóðaliðsins í Írak. Alþjóðaliðið hefur m.a. sinnt þjálfunarverkefnum í Írak sem hefur reynst mikilvægur liður í baráttunni við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamska ríkið. Vonast er til að hægt verði að sinna þeim verkefnum áfram en ekki er enn ljóst á þessari stundu hvort írösk stjórnvöld muni óska eftir áframhaldandi samstarfi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum