Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. febrúar 2020 Sendiráð Íslands í Moskvu

Berglind afhenti trúnaðarbréf í Kirgistan

Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra og Sooronbay Jeenbekov, forseti Kirgistans - myndForsetaskrifstofa Kirgistans
Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra afhenti í gær Sooronbay Jeenbekov, forseta Kirgistans, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands  með aðsetur í Moskvu.

Afhendingin fór fram í forsetahöllinni í höfuðborginni Bishkek. Að henni lokinni hélt Berglind stuttan blaðamannafund fyrir þarlenda fjölmiðla. Þar lagði hún áherslu á möguleika á samstarfi ríkjanna á sviði vatnsaflsvirkjana en Kirgistan nýtir aðeins tíu prósent af nýtanlegu vatnsafli og hafa íslenskt fyrirtæki sýnt áhuga á tækifærum við ráðgjöf og rannsóknir á þessu sviði.

Á meðan heimsókninni í Kirgistan stóð átti Berglind auk þess fundi með ýmsum ráðamönnum, þar á meðal varautanríkisráðherra, varaefnahagsráðherra og varamenntamálaráðherra landsins. Þá ræddi hún samstarf á sviði vatnsaflsvirkjana við ráðuneytisstjóra orkumála og stjórnarformann ríkisorkufyrirtækis Kirgistans.

Einnig má nefna að Berglind hitti starfsmann landbúnaðarráðuneytisins sem á sínum tíma
nam við Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (nú Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu – GRÓ). Alls hafa átta nemendur frá Kirgistan stundað nám við skólann á liðnum árum.
 
  • Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra og Sooronbay Jeenbekov, forseti Kirgistans
  • Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra og Sooronbay Jeenbekov, forseti Kirgistans

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira