Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. febrúar 2020 Fastanefnd Íslands í Vín

Nýr aðalframkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) í Vínarborg

 

Mynd: Rafael Mariano Grossi aðalframkvæmdastjóri IAEA og Guðni Bragason fastafulltrúi í Vín.

Argentínumaðurinn Rafael Mariano Grossi hefur tekið við stöðu aðalframkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA). Grossi tekur við, þegar erfiðar aðstæður eru í kjarnorkumálum, einkum í Íran. Árið 2018 drógu Bandaríkjamenn sig út úr hinu svokallaða  JCPOA-samkomulagi um Íran (Joint Comphrehensive Plan of Action), sem gert var 2015. Frá því um mitt síðastliðið ár hefur Íran smám saman hætt að fara að ákvæðum samkomulagsins um auðgun úrans. Á fyrsta fundi sínum með fastafulltrúum í Vínarborg 30. janúar 2020  sagði Grossi m. a., að eftirlitsstarf IAEA í Íran myndi halda áfram eins og áður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira