Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2020

Sendiherra Singapúr heimsótti Ísland

Sigríður Á. Snævarr, sendiherra Íslands gagnvart Singapúr, Guðný Reimarsdóttir, forstjóri EcoNord og Frú Foo, sendiherra Singapúr - mynd

Sendiherra Singapúr gagnvart Íslandi frú Chi Hsia FOO sem búsett er í London og er nú á síðasta starfsári heimsótti Ísland 17. og 18. febrúar sl. 

Móttaka var haldin í ráðuneytinu henni til heiðurs og mættu tæplega 60 manns. Boðið var hagsmunaaðilum héðan og þaðan úr atvinnulífinu, ekki síst nýsköpunargeiranum ásamt fulltrúum allra háskólanna. Mikil ánægja er að samningar tókust með NUS - National University of Singapore og Háskóla Íslands um nemendaskipti sem hefjast næsta haust. Hafa aðrir háskólar áhuga á samningum við háskóla í Singapúr, þ.m.t. Listaháskóli Íslands sem er með málið í skoðun.

Í samvinnu við Íslandsstofu var fyrsta viðskiptakynningin haldin í Singapúr í lok síðasta árs og stendur nú yfir undirbúningur að kynningu í október 2020 í tengslum við ferðamálaráðstefnu í Singapúr. Verður þá viðskiptaaðilum úr öllum áttum boðið til samstarfs og kynningar sem fram mun fara í Nordic Innovation House en þar eru nú þegar tvö íslensk fyrirtæki komin um borð sem láta vel af reynslunni.

Í framhaldi af þessum tveimur atburðum tengdum Ástralíu og Singapúr verður hugað að fleiri viðburðum til að tengja íslenska hagsmuni við fjarlægar slóðir. Gaman væri að fá góðar hugmyndir úr öllum áttum.

  • Árni Alvarsson, fyrrum svæðisstjóri Össurar í Singapúr og Sjanghæ, Sigríður Á. Snævarr og Guðný Reimarsdóttir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira