Hoppa yfir valmynd
11. mars 2020

Landaáætlanir (National Plan of Action) mikilvægar fyrir framkvæmd UNSCR 1325.

Landaáætlanir (National Plan of Action) gætu vel nýst í öryggissamhenginu og í því að styrkja framkvæmd ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi (UNSCR 1325) í starfi ÖSE eftirlitssveita á vettvangi, sagði Guðni Bragason fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE í ávarpi sínu á fundi Öryggissamvinnuvettvangsins (FSC) á miðvikudeginum 11. mars. Hvatti hann aðildarríki, til að gera  landaáætlanir, en fram kom í umræðum, að um 60% af aðildarríkjum hafa gert það. Dagskrá fundar FSC var helguð ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi, einkanlega því með hvaða hætti styrkja mætti framkvæmd ályktunarinnar í pólitíska öryggissamhenginu (pol-mil), sem vettvangurinn fjallar um.

Ræða fastafulltrúa 11. mars 2020.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum