Hoppa yfir valmynd
12. mars 2020

Ferðabann vegna COVID-19 veirunnar

Bandarísk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að banna ferðir fólks fá Schengen-ríkjum Evrópu í 30 daga frá og með miðnætti föstudaginn 13. mars.

Sendiráð Íslands í Washington og Aðalræðisskrifstofan í New York fylgjast með þróun mála og leiðbeiningum stjórnvalda og upplýsingar uppfærðar eftir þörfum.

Flugfélögum er enn heimilt að fljúga til og frá Bandaríkjunum en takmarkanir gilda við koma til landsins fyrir farþega, aðra en bandaríska ríkisborgara, sem dvalið hafa á Schengen svæðinu. Framboð á flugi gæti haft áhrif á heimferðir Íslendinga á svæðinu.

Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að allt flug verður á áætlun í dag og á morgun. Þegar ferðabannið tekur gildi á laugardag, verður flug til eftirfarandi áfangastaða Icelandair í Bandaríkjunum á áætlun: New York (JFK og EWR), Chicago, Seattle og Washington DC. Þann 14.-16. mars verður öllu flugi til Boston, Minneapolis, Denver og Orlando aflýst. Sjá nánar: https://www.icelandair.com/is/blogg/ferdavidvorun-vardandi-ferdir-til-bandarikjanna/

Við bendum Íslendingum í umdæmi sendiráðsins á að hægt er að skrá sig í sérstakan gagnagrunn hjá utanríkisráðuneytinu. Hann er ætlaður fyrir Íslendinga erlendis sem óska eftir að vera upplýstir um ferðaráð vegna COVID-19 veirunnar á meðan á dvöl þeirra stendur.

Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar í öryggisskyni og til að utanríkisráðuneytið eða íslenskt sendiráð geti náð sambandi við viðkomandi ef þörf krefur.
https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/adstod-erlendis/skraning-vegna-covid-19/?fbclid=IwAR1Ze9R1y802Eh8OB34xf996icrP0mimhJrbEFXOSbgzojvJ1fVvG-dVnuM

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira