Hoppa yfir valmynd
12. mars 2020

Fundað með ráðherra norðurslóðamála í Kanada

Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Kanada, hélt kvöldverðarfund með Dan Vandal. ráðherra norðurslóðamála í ríkisstjórn Kanada með sendiherrum Norðurlanda í Ottawa. - mynd

Í gær hélt Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Kanada, kvöldverðarfund með Dan Vandal, ráðherra norðurslóðamála í ríkisstjórn Kanada með sendiherrum Norðurlanda í Ottawa.

Umræðurnar snerust um sameiginlega reynslu af búsetu á norðurslóðum og samstarf Kanada og Norðurlandanna. Einnig var fjallað um Nordic Bridges, norrænan menningarviðburð sem fyrirhugaður er fyrir árið 2021.

Íslenski sendiherrann ræddi um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og lagði til við ráðherrann að hann sækti Hringborð Norðurslóða í Reykjavík í október á þessu ári.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum