Hoppa yfir valmynd
17. mars 2020

Tekið á móti umsóknum um endurnýjun vegabréfa í sendiráðinu í Osló í neyðartilvikum.

Í ljósi aðstæðna vegna útbreiðslu kórónaveirunnar í Noregi hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða í sendiráði Íslands í Osló, til að minnka líkur á röskun starfseminnar við hugsanleg veikindi starfsmanna. Við beinum þeim tilmælum til Íslendinga sem óska eftir að endurnýja vegabréf sín í sendiráðinu, að bíða með það, að undanskildum neyðartilvikum - þar til starfsemin er komin í eðlilegt horf, ef þeir eiga þess kost.
Sendiráðið hefur eftir bestu getu, leitast við að ná sambandi við þá sem eiga á næstunni, bókaða tíma til umsóknar um vegabréf og hafa allir tekið vel í tilmæli sendiráðsins um frestun. Ef það eru einhverjir sem við höfum ekki náð til, biðjum við viðkomandi um að hafa samband við sendiráðið. Þá er viðbúið að önnur erindi kunni að tefjast og verður forgangsraðað á meðan hið breytta fyrirkomulag gildir.

Hægt er að ná í okkur í síma +47 23 23 75 30 á milli 10-15 á virkum dögum eða hægt að senda okkur tölvupóst á [email protected]
Við mælum með að þið fylgist með facebook síðu sendiráðsins https://www.facebook.com/IcelandinNO

Íslendingar í vanda erlendis geta haft samband í síma +354 545 0112, í [email protected] og í gegnum Facebook utanríkisráðuneytisins.

Stöndum saman, virðum fyrirmæli og pössum upp á hvert annað!

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum