Hoppa yfir valmynd
22. maí 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020 í Bandaríkjunum

Sendiráðið í Washington vekur athygli á að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 27. júní 2020 hefst þann 25. maí.

Tekið verður á móti kjósendum í Sendiráði Íslands, 2900 K Street NW, 20007 Washington DC, alla þriðjudaga á milli kl. 10:00-15:00. Jafnframt verður opið laugardaginn 30. maí á milli kl. 10:00-12:00 og samkvæmt samkomulagi. Vinsamlega bókið tíma hjá Guðbjörgu með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu fram til 26. júní.

Kjósendur eru hvattir til að koma tímalega á kjörstað í ár, þar sem að kjósendur þurfa eftir sem áður sjálfir að koma sínum atkvæðum á kjörstað á Íslandi og póstsendingar gætu tekið lengri tíma en vant er.

Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini. Athugið að sérstakar ráðstafanir eru gerðar á kjörstað til að minnka hættu á smiti vegna Covid-19 faraldursins.

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.

Ef vafi leikur á því hvort kjósandi er skráður á kjörskrá á Íslandi, má ganga úr skugga um það í gegnum Þjóðskrá Íslands en einnig er að finna nánari upplýsingar um kosningarnar á heimsíðu Þjóðskrár: https://skra.is/thjonusta/einstaklingar/eg-i-thjodskra/kjorskra-og-kosningarettur/

Þeir sem vilja kjósa á ræðisskrifstofum er bent á að hafa samband beint við ræðismenn til að panta tíma. Sjá lista yfir ræðismenn í Bandaríkjunum.

This is a reminder regarding the Presidential elections 2020 in Iceland. The pre-election starts on May 25 in the Embassy of Iceland in Washington. For more information please contact the Embassy. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum