Hoppa yfir valmynd
25. maí 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020 og önnur þjónusta

Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York vekur athygli á að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020 hefst 25. maí.

Tekið er á móti kjósendum á aðalræðisskrifstofunni á 733 Third Avenue, 18 hæð, New York, NY 10019 (Manhattan), fimmtudaga á milli kl. 10:00-12:00 fram til 26. júní og laugardaginn 30. maí kl. 10:00-12:00. Kjósendur eru beðnir um að panta tíma með tölvupósti [email protected] eða í síma +1 646-282-9360.

Kjósendur eru hvattir til að vera tímalega á kjörstað í ár, þar sem að þeir þurfa eftir sem áður sjálfir að koma sínum atkvæðum á kjörstað á Íslandi og póstsendingar geta tekið lengri tíma en vant er. Umdæmi aðalræðiskrifstofunnar eru eftirfarandi fylki: New York, New Jersey, Connecticut og Rhode Island.

Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini. Athugið að sérstakar ráðstafanir eru gerðar á kjörstað til að minnka hættu á smiti vegna COVID-19 faraldursins og heimsóknir ekki leyfðar í húsið án þess að viðkomandi sé með grímu á meðan heimsókninni stendur.

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.

Þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis lengur en frá 1. desember 2011 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá í síðasta lagi 1. desember 2019. Eyðublað vegna þessa má nálgast á vef Þjóðskrár.

Ef kjósendur eru efins um hvort þeir séu skráðir á kjörskrá á Íslandi, þá má ganga úr skugga um það í gegn um Þjóðskrá Íslands, en einnig má lesa um reglur um kosningarétt á heimasíðu Þjóðskár

Þeir sem vilja kjósa á ræðisskrifstofum er bent á að hafa samband beint við ræðismenn til að panta tíma. Hér má finna lista yfir Ræðismenn í Bandaríkjunum

Önnur þjónusta aðalræðisskrifstofunnar

Opið er fyrir Íslendinga sem þurfa á neyðarvegabréfaþjónustu að halda en ekki er opið fyrir almennar vegabréfsumsóknir eða heimsóknir.

Skiptiborð skrifstofunnar verður áfram opið frá 9-17:00 virka daga í síma +1 646 282 9360 og hægt er að ná í starfsfólk skrifstofunnar með því að senda tölvupóst á [email protected]. Spurningar varðandi heimferð til Íslands er jafnframt hægt að senda á [email protected] eða með því að senda skilaboð á Facebook síðu ráðuneytisins sem þjónustar Íslendinga allan sólarhringinn.

Ef um neyðartilfelli er að ræða þá skal haft samband við neyðarsíma Utanríkisráðuneytisins í +354 545 0112, í tölvupóstfangið [email protected] eða senda skilaboð á Facebook síðu ráðuneytisins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum