Hoppa yfir valmynd
26. maí 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Bretlandi

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Bretlandi - myndHaraldur Jónasson / Hari

Sendiráðið vekur athygli á því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020 er hafin. Vegna kórónaveirufaraldurs og takmarkana á ferðafrelsi í Bretlandi verða kjósendur að panta tíma fyrirfram í síma eða tölvupósti (02072593999 og [email protected]). Hægt verður að kjósa á þriðjudögum og föstudögum fram til 26. júní nk. Kjósendur eru þó hvattir til að kjósa tímalega í ár, þar sem að kjósendur þurfa eftir sem áður sjálfir að koma sínum atkvæðum á kjörstað á Íslandi og póstsendingar gætu tekið lengri tíma en vant er.

Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini. Athugið að sérstakar ráðstafanir eru gerðar á kjörstað til að minnka hættu á smiti vegna kórónaveirufaraldurs. Fólk er beðið um að koma ekki í hópum til að kjósa og gætu einhverjir þurft að bíða fyrir utan sendiráðið. Þá er mælst til þess að kjósendur noti andlitsgrímu og hanska innan sendiráðsins.

Þeir sem vilja kjósa á ræðisskrifstofum er vinsamlega bent á að hafa beint samband við ræðismenn til að panta tíma. Hafa ber í huga að ferðatakmarkanir og aðstæður sem hafa skapast vegna kórónaveirufaraldurs geta haft áhrif á hvort að hægt verði að kjósa hjá kjörræðismönnum. Hér má finna lista yfir ræðismenn í Bretlandi

Ef kjósendur eru efins um hvort þeir séu skráðir á kjörskrá á Íslandi, þá má ganga úr skugga um það í gegn um vef Þjóðskrár Íslands sem og lesa um reglur um kosningarétt.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum