Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. júlí 2020 Sendiráð Íslands í París

Unnur Orradóttir Ramette afhendir afrit trúnaðarbréfs í Frakklandi

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra afhenti í gær Pierre-Christian Soccoja, varaprótókollsstjóra franska utanríkisráðuneytisins afrit trúnaðarbréfs síns sem sendiherra Íslands í Frakklandi.

Unnur starfaði áður sem sendiherra Íslands í Kampala, Úganda 2018-2020, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins (frá 1. maí 2016) og sendiráðunautur á sömu skrifstofu frá 1. ágúst 2009. Unnur hóf störf hjá utanríkisþjónustunni í júlí 1997 og gegndi stöðu viðskiptafulltrúa hjá sendiráði Íslands í París í 12 ár.

Unnur útskrifaðist með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum (DESCAF) hjá Ecole Supérieure de Commerce de Lille í Frakklandi árið 1993.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira