Hoppa yfir valmynd
5. september 2020

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki kynntu Ísland í Peking

Íslenski básinn leit vel út. - mynd

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í samstarfi við sendiráð Íslands í Kína stóðu fyrir sérstökum kynningarbás til að kynna og markaðsetja Ísland sem ferðamannastað á sýningunni China International Fair for Trade in Services í Peking í dag.

William Freyr Huntingdon-Williams, staðgengill sendiherra, og Pétur Yang, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, sóttu sýninguna og ræddu við fulltrúa íslenskra fyrirtækja á sýningunni, sem og ráðstefnugesti. Fjölmiðlar tóku viðtöl við William, sem ræddi um mikilvægi þjónustuviðskipta á milli Íslands og Kína og Íslands sem ferðamannastaðar.

William tók síðan þátt í þemadegi Hubei-héraðs á sama vettvangi með fulltrúum annarra Norðurlanda, vara-héraðsstjóra Hubei og borgarfulltrúum borga í héraðinu, s.s. Wuhan-borg sem er vinabær Kópavogs.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum