Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. september 2020 Fastanefnd Íslands í Vín

Spilling og umhverfisskaði til umræðu á fundi efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE.

 

Ný lög frá Alþingi gera íslenskum yfirvöldum auðveldara að berjast á móti peningaþvætti og fjármögun hryðjuverka, sagði Guðni Bragason fastafulltrúi hjá ÖSE, á fundi efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE í Prag 10. – 11. september 2020, þar sem til umræðu var m. a. spilling og áhrif hennar á umhverfið. Spilling og umhverfisafbrot væri sama eðlis á landi sem í hafinu, sagði fastafulltrúinn, og minntist á starf Íslands að baráttu gegn ólöglegum fiskveiðum. Sagðist hann styðja áherslu hinnar albönsku formennsku ÖSE í þessum málum.  

Ræða fastafulltrúa, 10. september 2020

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira