Hoppa yfir valmynd
12. september 2020

Rafræn viðskipti rædd í Xiamen

Árleg viðskipta- og fjárfestingaráðstefna í Xiamen. - mynd

William Freyr Huntingdon-Williams, staðgengill sendiherra Íslands í Peking, ferðaðist til Xiamen-borgar í Fujian-héraði í suðvestur Kína á dögunum á árlega viðskipta- og fjárfestingarráðstefnu CIFIT sem haldin var af CIECC (China International Electronic Commerce Center).

Xiamen er hafnarborg með mikla áherslu á sjóflutninga. Á ráðstefnunni tók William m.a. þátt í hringborðsumræðum um rafræn viðskipti og netverslun (e. E-commerce) og ræddi um viðskiptasamband Íslands og Kína hvað þessi mál varðar. Þá voru jafnframt rædd ýmis viðskiptatækifæri sem felast í þessum viðskiptum og hvernig hægt væri að bregðast áskorunum af völdum COVID-19 heimsfaraldursins.

Aðrir þátttakendur í hringborðsumræðunum voru fulltrúar nokkurra Evrópuríkja, Mið-Asíuríkja, fulltrúar Fujian-héraðs og Xiamen-borgar sem og fulltrúar kínverskra fyrirtækja á svæðinu á sviði netverslunar.

  • Árleg viðskipta- og fjárfestingaráðstefna í Xiamen. - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira