Hoppa yfir valmynd
18. september 2020

Sjálfbærar norrænar borgir kynntar í Kína

Á ráðstefnunni var samráðsvettangurinn Sino-Nordic Innovation Hub stofnaður.  - mynd

William Freyr Huntingdon-Williams, staðgengill sendiherra, og Pétur Yang, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, sóttu ZGC FORUM 2020, í dag en um er að ræða viðskipta- og tæknisýningu sem haldin er árlega í Peking.

Á ráðstefnunni kynntu fulltrúar sendiráðsins verkefnið „Sjálfbærar norrænar borgir (e, Nordic Sustainable Cities)sem er samstarfsverkefni allra sendiráða Norðurlandanna í Kína.

Verkefnið gengur út á að kynna sjálfbærar lausnir á Norðurlöndunum í borgarskipulagi, -hönnun og -stjórnsýslu, sem nýta má í Kína en þannig er um bæði um viðskipta- og orðsporsverkefni að ræða.

Við þetta tækifæri tilkynntu fulltrúar Norðurlandanna og fulltrúar Dongcheng og Peking-borgar um stofnun Sino-Nordic Innovation Hub, sem mun verða samráðsvettvangur um ýmis verkefni og samstarf sem koma til vegna verkefnisins um sjálfbærar norrænar borgir.   

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum