Hoppa yfir valmynd
23. september 2020

Fjórða ráðstefnan um netverslun og rafræn viðskipti sótt

, William Freyr Huntingdon-Williams á ráðstefnu um milliríkjanetverslun og rafræn viðskipti. - mynd

William Freyr Huntingdon-Williams, staðgengill sendiherra Íslands í Peking, sótti fjórðu ráðstefnuna um netverslun á milli ríkja og rafræn viðskipti (GCBEC) sem haldin var af CIECC (China International Electronic Commerce Center) í gær. Ráðstefnan fór fram í borginni Zhengzhou í Henan-héraði.

Á ráðstefnunni tók William til máls í umræðum um ný tækifæri í rafrænum viðskiptum og netverslun (e-Commerce). Þar ræddi hann m.a. um viðskiptasamband Íslands og Kína og tækifærin sem felast í þeim samningum sem nú þegar gilda á milli ríkjanna, áhuga íslenskra neytenda á kínverskri netverslun og þau tækifæri sem íslenskir aðilar geta nýtt sér á kínverskum netverslunarmarkaði.

Aðrir þátttakendur í umræðunum voru fulltrúar Evrópuríkja, Suð-Ameríkuríkja og fulltrúar CIECC og Henan-héraðs.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira