Hoppa yfir valmynd
23. september 2020

Trúnaðarbréf afhent í Eistlandi

Auðunn Atlason afhenti í gær Kersti Kaljulaid, forseta Eistlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra (með aðsetur í Helsinki). Athöfnin fór fram utandyra í bænum Pärnu. Á fundi eftir afhendinguna var rætt um traust samskipti Íslands og Eistlands í fortíð og framtíð. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálstæði Eistlands og annarra Eystrasaltsríkja en á næsta ári eru 30 ár liðin frá upptöku diplómatískra samskipta sem var í ágúst 1991. Ísland og Eistland eru nánir bandamenn á vettvangi NATO og NB8-samstarfsins, sem og í Evrópusamstarfi og hjá Sameinuðu Þjóðunum þar sem Eistland á nú sæti í öryggisráði SÞ. Samvinna ríkjanna hefur farið vaxandi á sviði stafrænnar tækni og er Ísland m.a. þátttakandi í X-roads verkefninu í gegnum Straum. Menningarsamskipti eru sömuleiðis margvísleg og vinátta og virðing ríkir milli íbúa. Rætt var um að þegar COVID-faraldurinn er afstaðin megi ætla að svæðisbundin samvinna kunni að aukast því fólk og fyrirtæki kjósi að eiga í samstarfi nær heimahögum. Það skapar margvísleg tækifæri í samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, þ.m.t. í samskiptum Íslands og Eistlands, til að mynda í ferðaþjónustu. Í heimsókn sinni til Eistlands átti sendiherrra einnig fundi með tengliðum í eistneska utanríkisráðuneytinu, hitti sérfræðinga sem sinna málefnum Uppbyggingarsjóðs EES í Tallinn, átti samráðsfund með norrænum og baltneskum sendherrum og hitti Íslendinga sem búsettir eru borginni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum