Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2020

Ráðstefna um viðskipta- og efnahagssamstarf Hubei-héraðs og Norðurlandanna

Sendiherra flytur ávarp sitt. - mynd

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, hélt stutt ávarp á ráðstefnu um viðskipta- og efnahagssamstarf Hubei-héraðs og Norðurlandanna í dag.

Hubei-hérað hefur sett sér háleit markmið í viðskipta og efnahagsmálum og hefur m.a. lagt áherslu á að auka samstarf sitt við Norðurlöndin þegar kemur að viðskiptamálum.

Gunnar Snorri hélt stutt ávarp þar sem hann kom kveðjum Íslands á framfæri og þá sérstaklega frá Kópavogsbæ, sem er vinabær Wuhan-borgar, til Hubei-héraðs og Wuhan-borgar. Sendiherrann hrósaði styrk og áræðni íbúa Wuhan í baráttunni við COVID-19. Þá minntist hann á hraðan bata og styrkingu efnahagsins í héraðinu síðan faraldurinn skall á og á uppbyggingu samstarf héraðsins og Norðurlandanna.

Hubei-hérað hefur á síðastliðnu ári gengið í gegnum erfiða tíma þar sem upphaf COVID-19 heimsfaraldursins má rekja til Wuhan-borgar. Landfræðileg staðsetning héraðsins fyrir miðju Kína, gerir það bæði sögulega og efnahagslega mikilvægt fyrir Kína enda Hubei-hérað mikil viðskiptamiðstöð þar sem vörur og fólk flæða í gegn.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum