Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2020

Viðskiptaráð Norðurlandanna í New York hvetja til aðgerða í þágu heimsmarkmiðanna í kjölfar Covid-19

Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, tók þátt í pallborðsumræðum með rafrænum hætti. - mynd

Rætt var um aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd í kjölfar Covid-19 á næstu tíu árum til þess að uppfylla megi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á fundi sem viðskiptaráð Norðurlanda í New York efndu til á miðvikudag.

Áratugurinn 2020-2030 hefur verið nefndur „Áratugur aðgerða“ (e. Decade of Action) en um er að ræða átak sem Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum í byrjun árs til þess að herða á framkvæmd heimsmarkmiðanna þegar áratugur er til stefnu þar til þau eiga að vera komin í höfn.

Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, tók þátt í pallborðsumræðum ásamt öðrum norrænum fastafulltrúum. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, tók einnig þátt í umræðunum ásamt fulltrúum frá norrænu fyrirtækjunum DNV-GL, Novozymes, Vaisala og Volvo.

„Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru nú sem endranær leiðarljós okkar út úr þessari krísu og varða leið okkar að sjálfbærni og efnahagsbata“, sagði Jörundur Valtýsson í pallborðsumræðunum sem var m.a. stjórnað af Hrund Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Festu,  miðstöðvar um samfélagsábyrgð á Íslandi.

Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í New York, sagði Norðurlöndin hvetja til fjölþjóðlegrar samvinnu sem væri tækið til þess að takast á við hnattrænar áskoranir og að standa þyrfti vörð um mannréttindi, sem ættu undir högg að sækja, lýðræði og réttarríkið.

Upptöku af fundinum má sjá hér að neðan.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira