Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. nóvember 2020 Sendiráð Íslands í Tokýó

Sendiherrar Norðurlanda heimsækja Fukushima

Fukushima Daiichi kjarnorkuverið - mynd

Sendiherrar Norðurlanda í Japan heimsóttu í vikunni Fukushima hérað í norður Japan.

Sendiherrarnir funduðu með ríkisstjóra Fukushima héraðs Uchibori Masao og fengu yfirlit yfir orkumál og aðgerðir héraðsins í kjölfar Fukushima Daiichi kjarnorkuslyssins sem varð í mars 2011.

Í Koriyama-borg er starfrækt Fukushima Renewable Energy Institute (FREA), sem sett var á laggirnar 2014 - en innan hennar fara fram rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum, meðal annars verkefni tengd aukinni jarðvarmanýtingu Japans og hafa vísindamenn innan stofnunarinnar átt í samstarfi við íslenska aðila um árabil.

Fukushima hérað stefnir á kolefnishlutleysi árið 2050.

Ferð sendiherranna lauk með heimsókn í Fukushima Daiichi kjarnorkuverið sem staðsett er við Kyrrahafsströnd héraðsins. Ráðstafanir vegna geislavarna eru enn miklar í kringum kjarnorkuverið en þar fer nú fram gríðarmikið hreinsunarstarf sem hátt í milljón manns hafa komið að. Til stendur að ljúka við annan fasa hreinsunarstarfsins í lok þessa árs, en þó er enn langt þar til hægt verður að fjarlægja geislavirk efni innan úr kjarnakljúfunum sjálfum.

Fyrir hönd Íslands var Halldór Elís Ólafsson viðskiptafulltrúi staðgengill sendiherra.

  • Með Uchibori Masao

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira