Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2020 Sendiráð Íslands í Peking

Opinber heimsókn til Guangzhou

Sendiherrann við te-runnann sem hann gróðursetti. - mynd

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, fór í opinbera kynnis- og menningarferð til Guangdong-héraðs ásamt öðrum erlendum sendiherrum dagana 19. til 23. nóvember.

Sendiherrarnir heimsóttu borgina Shantou og síðan var förinni heitið til borgarinnar Guangzhou sem  er höfuðborg samnefnds héraðs og þriðja stærsta borg Kína en borgin stendur skammt frá mynni Perluár.

Guangzhou-hérað er m.a. þekkt fyrir te-framleiðslu og var fyrirtæki í þeim geira heimsótt, en einnig verksmiðja sem m.a. hefur framleitt hlífðarbúnað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 

Þá var fundað með ráðamönnum héraðsins og ýmis málefni rædd, m.a. viðskiptatækfæri, umhverfismál og sjálfbærni. Þá var kínversk menning í hávegum höfð, söfn og sögufrægir staðir heimsóttir.

Sendiherrann þátt í opinberri athöfn til að marka heimsókn erlendu sendiherranna til Guangdong-héraðs með því að gróðursetja te-runna.

  • Sendiherrann heimsótti te-framleiðanda.
  • Sendiherrann í heimsókn í fyrirtæki sem framleiðir hlífðarföt og -búnað.
  • Sendiherrann reynir fyrir sig í kínverskri ritlist.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira