Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2020

Rætt um stöðu kvenna í Kína

Rætt var um stöðu kvenna í Kína með áherslu á stöðu þeirra í leiðtogahlutverkum á öllum sviðum samfélagsins á „Reykjavík Satellite“ viðburði sem haldinn var í vikunnni í sendiráði Íslands í Peking í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga sem fór fram á dögunum.

Fundarstjóri var Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, en fundarritari var William Freyr Huntingdon-Williams, sendiráðsritari.

Á meðal þeirra sem sóttu fundinn voru Helena Sångeland, sendiherra Svíþjóðar í Peking, Alenka Suhadolnik, sendiherra Slóveníu í Peking, Smriti Aryal, framkvæmdastýra UN Women í Kína, Devanand Ramiah, varafulltrúi Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna í Kína (e. UNDP), Afke Schaart, varaforseti Huawei Technologies, Liu Lu, fulltrúi frá Huawei Technologies og þær Halldóra Traustadóttir og Eyrún Þórsdóttir frá alþjóðasamtökunum Women Political Leaders sem stóðu fyrir heimsþinginu. Fundurinn fór fram með blönduðu sniði þar sem sumir þátttakendur mættu í sendiráðið en aðrir tóku þátt með rafrænum hætti.

Á fundinum spunnust upp áhugaverðar umræður m.a. um þá staðreynd að þrátt fyrir mjög hátt menntunarstig kínverskra kvenna þá séu þær að jafnaði ekki í leiðtogahlutverkum innan kínverskra stjórnmála. Þá sé sá mikli fjöldi kvenna sem náð hefur árangri í kínversku viðskiptalífi ekki sýnilegur út á við og að almennur skortur sé á fyrirmyndum.

Sendiherrann nefndi það sérstaklega undir lok fundar að hugsanlega væri tilefni til þess að sendiráðið héldi málefninu á lofti og þá í tengslum við 50 ára stjórnmálasambandsafmæli Íslands og Kína á næsta ári. Tóku fundargestir undir og lofuðu stuðningi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira